Félag í eigu Seðlabankans gjaldþrota

Dótturfélag Seðlabanka Íslands þvældist inn í rekstur lyfjaverslana í Úkraínu …
Dótturfélag Seðlabanka Íslands þvældist inn í rekstur lyfjaverslana í Úkraínu á árinu 2014. Ljósmynd/salve Pharmacy.

Breska eignarhaldsfélagið Ukrapteka limited UK sem var í eigu dótturfélags Seðlabanka Íslands hefur verið tekið til opinberra skipta í Bretlandi. Er það breska ríkið sem knúið hefur skiptin fram samkvæmt opinberum gögnum þar í landi. Fyrirsvarsmaður félagsins samkvæmt opinberum gögnum var Steinar Þór Guðgeirsson hrl. sem sinnt hefur fjölmörgum verkefnum fyrir Seðlabanka Íslands og dótturfélög hans á síðustu árum.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að það hafi komið Seðlabankanum og forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu að stjórnvöld í Bretlandi hafi gripið til þessara aðgerða gagnvart félaginu og að lögmenn kanni nú möguleika þess að vinda ofan af skiptaferlinu. Ekki er þó talið víst að það svari kostnaði.

Engar eignir voru í félaginu þegar það fór í þrot og námu skuldir þess. Á sama tíma námu skuldir þess ríflega 6 milljónum dollara, jafnvirði ríflega 750 milljóna króna. Skuldirnar voru samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans að mestu við móðurfélag Ukrapteka limited UK.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK