Sjáland opnað í janúar 2020

Á Sjálandi verður bæði boðið upp á veislusal og ítalskan …
Á Sjálandi verður bæði boðið upp á veislusal og ítalskan veitingastað. Kristinn Magnússon

Veitingahúsið sem nú er að rísa við Arnarnesvoginn í Garðabæ, og hefur fengið nafnið Sjáland, er farið að taka á sig endanlega mynd. Það mun taka á móti fyrstu gestunum fyrri hluta janúar að sögn Arnórs Guðmundssonar rekstrarstjóra.

Rekstraraðili Sjálands er Stefán Magnússon sem einnig rekur Mathús Garðabæjar og steikhúsið Reykjavík MEAT.

Sjáland er í Sjálandshverfinu í Garðabæ, og stendur við Arnarnesvoginn.
Sjáland er í Sjálandshverfinu í Garðabæ, og stendur við Arnarnesvoginn. Kristinn Magnússon

Eins og fram kemur í auglýsingum á netinu er nú óskað eftir bókunum í veislur í „glæsilegum sal með óviðjafnanlegu útsýni“.

„Þetta er allt að fæðast. Hér getum við haldið veislur af öllum tegundum, árshátíðir, fermingar og brúðkaup svo dæmi séu tekin,“ segir Arnór.

Hann segir að iðnaðarmenn leggi nú nótt við dag að klára húsnæðið.

Veitingahúsið er 700 fermetrar en auk veislusalar verður ítalskur veitingastaður opinn daglega. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK