Búið að loka Búllunni í Noregi

Tíu mánaða götuframkvæmdir urðu til þess að Búllunni í Noregi …
Tíu mánaða götuframkvæmdir urðu til þess að Búllunni í Noregi var lokað.

Hamborgarabúlla Tómasar, eða Tommi's Burger Joint, eins og keðjan heitir utan Íslands, hefur lokað veitingastöðum sínum í Osló og er hætt rekstri.

Christopher Todd, framkvæmdastjóri Tommi's Burger Joint í Noregi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið hafi rekið þrjá veitingastaði í Osló frá árinu 2017, þar sem hamborgurunum hafi verið vel tekið af heimamönnum. Hann segir að jafn og stöðugur vöxtur hafi verið í rekstrinum, en síðustu tíu mánuðir hafi reynst erfiðir. Miklar götuframkvæmdir hafi staðið yfir og valdið verulegu ónæði og skertu aðgengi að veitingastöðunum sem leitt hafi til verulegs samdráttar í sölu og skapað erfiðleika í rekstri. Hann segir að í kjölfar þessara breyttu rekstrarforsendna hafi forsvarsmenn Tommi's Burger Joint í Noregi ákveðið að hætta starfsemi þar.

Lesa má fréttina í heild sinni í viðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK