Icelandair býr sig undir lengri kyrrsetningu

Boeing 737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í …
Boeing 737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Haraldur Jónasson/Hari

Forsvarsmenn Icelandair Group vinna nú að áætlunum sem gera ráð fyrir þeim möguleika að Boeing 737 MAX-vélar félagsins verði ekki komnar í notkun næsta sumar. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans innan úr Icelandair. Í lok október sendi flugfélagið frá sér tilkynningu þess efnis að ekki væri gert ráð fyrir að vélarnar færu í loftið að nýju fyrr en í mars næstkomandi.

Hinn 13. mars verður ár liðið frá því að Icelandair ákvað að leggja öllum vélum sínum af fyrrnefndri tegund en þá var ljóst orðið að flugmálayfirvöld víðast hvar um heiminn höfðu kyrrsett vélarnar. Komu þær aðgerðir í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem nýjar MAX-vélar fórust á Jövuhafi og í Eþíópíu.

Stjórnendur Icelandair munu vinna eftir nokkrum ólíkum sviðsmyndum um þessar mundir, allt eftir því hvenær bandarísk og í kjölfarið evrópsk flugmálayfirvöld munu heimila notkun vélanna að nýju. Gangi verstu spár eftir mun allnokkuð vanta upp á að flugfélagið hafi yfir nógu mörgum vélum að ráða til að geta annað háönninni á komandi ári sem stendur frá maímánuði og út ágústmánuð.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK