Icelandair tekur 3,7 milljarða að láni

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair.
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair hefur samið við bandaríska bankann CIT um 30 milljóna dala lán, jafnvirði tæpra 3,7 milljarða króna, til fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Lánið kemur til vegna endurfjármögnunar fyrirtækisins, en fyrr á árinu greiddi Icelandair upp 214 milljóna dala lán í norskum og íslenskum skuldabréfum.

Icelandair hefur á móti tekið nokkurn fjölda nýrra lána. Í mars var samið við innlenda lánastofnun um 80 milljóna dala lán til fimm ára og í sumar keypti fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital 11,5% hlut í félaginu fyrir um 47 milljónir dala. Þá var greint frá því fyrr í mánuðinum að félagið hefði tryggt sér 35 milljóna dala lán, jafnvirði um 4,3 milljarða króna, frá CIT-bankanum.

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair, segir í samtali við mbl.is að eftir nýfrágengna samninga sé félagið mjög vel fjármagnað, og fleiri ný lán séu ekki í burðarliðnum, eins og er. „En við höfum leitum allra leiða til að bæta vaxtakjörin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK