Vincent Tan keypti húsnæði Hróksins

Vincent Tan er einnig eigandi fótboltaliðsins Cardiff City.
Vincent Tan er einnig eigandi fótboltaliðsins Cardiff City. AFP

Fyrirtæki í eigu malasíska fjárfestisins Vincents Tan keypti húsnæðið sem skákfélagið Hrókurinn heldur til í á síðasta ári. Áform eru uppi um stórt lúxushótel þar sem húsnæðið, sem gjarnan er kallað Pakkhúsið, stendur nú. 

Af þessum sökum er óvíst hvort Hrókurinn muni þurfa frá að hverfa fljótlega en búið er að tryggja að Hrókurinn þurfi ekki að yfirgefa Pakkhúsið nú í janúar eins og allt stefndi áður í. Þetta kemur fram í frétt Hróksins.

Vincent Tan, malasískur kaupsýslumaður, er nýr eigandi Icelandair hótela. Áður hefur verið greint frá því að hann keypti nýverið eign á Geirsgötu 11, þar sem nú stendur fiskvinnsluhús. Í þessu húsi heldur Hrókurinn til en það er á einum besta stað í miðborg Reykjavíkur, alveg við höfnina.

Hrókurinn þakklátur fyrir að fá meiri tíma

Húsið var þó ekki í eigu Hróksins. Ríkiskaup áttu húsið en Fiskkaup keyptu það árið 1993. Vincent Tan keypti svo húsið af Útgerðarfélagi Reykjavíkur og Fiskitanga í fyrra. Upplýsingar Hróksins eru á þá leið að til standi að reisa lúxushótel á Geirsgötu 11. 

„Við erum vitaskuld afar þakklát fyrir að geta enn um stund haldið uppi lífi við Reykjavíkurhöfn og staðið að viðburðum í þágu góðra málefna. Það er margt fram undan á þessu nýja ári, með megináherslu á Grænland, þótt við störfum vitaskuld af krafti áfram á okkar íslenska heimavelli,“ segir í frétt Hróksins.

Húsið á Geirsgötu 11 var auglýst til leigu í mars síðastliðnum og er það enn skráð á fasteignavef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK