WOW air í loftið um miðjan mars

WOW air verður aðallega í fraktflutningum í upphafi.
WOW air verður aðallega í fraktflutningum í upphafi. mbl.is/Hari

Starfsemi flugfélagsins WOW air, sem byggt er á grunni hins fallna félags, mun í síðasta lagi hefjast um miðjan mars, samkvæmt heimildum mbl.is. Heimildirnar herma að ekki verði farið í loftið með neinum látum, heldur verði allt kerfið og vélarnar aðallega prufukeyrð með fraktflutningum á milli Keflavíkur og Washington. Vélarnar sem fara frá Íslandi verða að miklu leyti nýttar í flutning á ferskum fiski.

Einhverjir farþegaflutningar munu þó standa til í upphafi og munu aukast jafnt og þétt og verða komnir á gott skrið þegar sumarferðatímabilið hefst af alvöru í lok apríl. Þá verður líka, samkvæmt heimildum, farið að bjóða upp á fleiri áfangastaði.

Upphaflega stóð til að flugrekstur félagsins hæfist í lok október á síðasta ári, en það frestaðist af ýmsum ástæðum. Meðal annars kom í ljós að aðeins flóknara var að endurreisa fallið flugfélag heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Á svipuðum tíma opnuðust svo möguleikar á því að gera verkefnið enn stærra, í kjölfar þess að nokkur lággjaldaflugfélög lögðu upp laupana.

Michele Roosevelt Edvards er eigandi hins nýja WOW air.
Michele Roosevelt Edvards er eigandi hins nýja WOW air. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK