Pósturinn eykur þjónustu við netverslanir

Netlúgan er nýjung hjá Póstinum.
Netlúgan er nýjung hjá Póstinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pósturinn hefur kynnt til sögunnar nýja þjónustu við netverslanir sem nefnist Netlúgan. Netverslanir sem eru í viðskiptum við fyrirtækið geta núna skráð og gengið frá sendingum til viðskiptavina í gegnum stafrænar lausnir Póstsins og komið með sendingar hvenær sem er sólarhringsins í Netlúguna þeim að kostnaðarlausu.

Þjónustan varð til eftir að Pósturinn óskaði eftir hugmyndum frá íslenskum netverslunum á Facebook, að  því er kemur fram í tilkynningu. Fjöldi fólks sendi inn hugmyndir, meðal annars um lúgu þar sem netverslanir gætu skilað sendingum hvenær sem er sólahringsins og með því aukið hraðann á sendingum til sinna viðskiptavina.

Pósturinn hefur komið fyrir tveimur Netlúgum, annars vegar fyrir framan pósthúsið í Síðumúla og hins vegar hjá pósthúsinu við Dalveg.

„Markmið Póstsins er að auðvelda neytendum kaup á netinu með nýjum afhendingarlausnum. Með Netlúgunni geta netverslanir komið hvenær sem er sólarhringsins með sendingar sem búið er að skrá inn í Póststoð og skilað í Netlúguna. Það eru næg sóknartækifæri hjá íslenskum netverslunum en þá er líka mikilvægt að dreifikerfið sé gott og í boði séu fjölbreyttar afhendingarlausnir,“ segir Elvar Bjarki Helgason, forstöðumaður söludeildar Póstsins, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK