Cintamani er gjaldþrota

Verslun Cintamani í Bankastræti hafði þegar verið lokað.
Verslun Cintamani í Bankastræti hafði þegar verið lokað. Morgunblaðið/Pétur Hreinsson

Rekstur Cintamani hefur verið þungur síðastliðin ár og hefur stjórn Cintamani gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Cintamani.

Þar segir að eigendur hafi um nokkurn tíma leitast við að endurskipuleggja fjárhag félagsins, en því miður hafi þær tilraunir ekki skilað tilskildum árangri og áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins hafi verið háð frekari fjármögnun sem ekki hafi náðst.

„Stjórn félagsins þakkar tryggum viðskiptavinum til margra ára stuðninginn og þakkar starfsmönnum félagsins vel unnin störf.“

Opna líklega aftur innan skamms

Í tilkynningu á vef Íslandsbanka má sjá að Cintamani er komið í söluferli. Til sölu er allur vörulager Cintamani, skráð vörunúmer félagsins og lénið cintamani.is. Tekið verður við tilboðum til og með 3. febrúar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er mikill áhugi á kaupum á vörumerki Cintamani og eru allar líkur á því að verslanir opni aftur innan skamms.

Tilkynnt hafði verið um rýmingarsölur vegna lokunar verslana Cintamani í Smáralind og á Akureyri.

Cintamani hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2018, en tap af rekstri félagsins árið 2017 var 126 milljónir. Árið 2016 var hins vegar hagnaður upp á 12,8 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi í árslok 2017 var 223 milljónir og störfuðu það ár að meðaltali 37 starfsmenn hjá fyrirtækinu miðað við heilsársstörf.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK