Komið að þáttaskilum í ferðaþjónustu

„Ferðaþjónusta skilar þó enn þá jafnvirði nærri fjögurra af hverjum …
„Ferðaþjónusta skilar þó enn þá jafnvirði nærri fjögurra af hverjum tíu krónum í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og ríður baggamuninn um að talsverður afgangur mun væntanlega reynast áfram af utanríkisviðskiptum,“ segir í spá bankans. mbl.is/RAX

Íslandsbanki segir að útlit sé fyrir svipaðan fjölda ferðamanna í ár og í fyrra og hóflega fjölgun eftir það. Þá telur bankinn að komið sé að þáttaskilum í ferðaþjónustu þar sem hagræðing og hámörkun virðisauka af hverjum ferðamanni taki við af örum vexti vegna hraðrar fjölgunar ferðamanna. 

Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. 

Útlit er fyrir að fjöldi ferðamanna verði svipaður í ár …
Útlit er fyrir að fjöldi ferðamanna verði svipaður í ár og í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bankinn segir að ágjöf í ferðaþjónustu snemma á síðasta ári hafi leitt til samdráttar í útflutningstekjum og minni afgangs af þjónustuviðskiptum. „Ferðaþjónusta skilar þó enn þá jafnvirði nærri fjögurra af hverjum tíu krónum í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og ríður baggamuninn um að talsverður afgangur mun væntanlega reynast áfram af utanríkisviðskiptum.“

Bent er á, að tekjur af erlendum ferðamönnum hafi numið 382 milljörðum kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 sem svari til ríflega 8% samdráttar í krónum talið á milli ára. Á sama tímabili hafi sjávarútvegur skilað alls 192 milljörðum í tekjur og útflutningur á áli 161 milljarði. 

Bankinn telur að komið sé að þáttaskilum í ferðaþjónustu þar …
Bankinn telur að komið sé að þáttaskilum í ferðaþjónustu þar sem hagræðing og hámörkun virðisauka af hverjum ferðamanni taki við af örum vexti vegna hraðrar fjölgunar ferðamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá kemur fram, að erlendir ferðamenn hafi verið tæplega tvær milljónir í fyrra og var árið þar með þriðja stærsta ferðamannaárið frá upphafi, þrátt fyrir 14% fækkun ferðamanna milli ára. 

„Útlit er fyrir að fjöldi ferðamanna verði svipaður í ár og í fyrra ef marka má nýlega spá Isavia. Þá er að okkar mati komið að þáttaskilum í ferðaþjónustu þar sem hagræðing og hámörkun virðisauka af hverjum ferðamanni tekur við af örum vexti vegna hraðrar fjölgunar ferðamanna,“ segir í spá bankans. 

„Okkar áætlun hljóðar því upp á u.þ.b. 3% fjölgun ferðamanna á hvoru áranna 2021-2022 sem er í takti við spár um fjölgun ferðamanna á heimsvísu.“

Erlendir ferðamenn voru tæplega tvær milljónir í fyrra og var …
Erlendir ferðamenn voru tæplega tvær milljónir í fyrra og var árið þar með þriðja stærsta ferðamannaárið frá upphafi, þrátt fyrir 14% fækkun ferðamanna milli ára. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK