„Kreppan er ekki hér“

„Góðu heilli eru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar um …
„Góðu heilli eru fjölmargar stoðir íslenska hagkerfisins býsna sterkar um þessar mundir og er útlit fyrir að aðlögunin verði fremur léttbær og lífskjör þorra landsmanna haldi áfram að vera eins og best gerist meðal landa heims,“ segir bankinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Kreppan er ekki hér... sem betur fer,“ segir í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka, en bankinn segir að aðlögun hagkerfisins eftir mikið vaxtarskeið verði líklega léttbærari en horfur voru á. Bent er á að fjölmargar stoðir hagkerfisins séu sterkar og lífskjör þorra landsmanna haldi áfram að vera eins og best gerist meðal landa heims.

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lífskjör orðin jafngóð eða betri en þau voru fyrir hrun

Þjóðahagsspá Íslandsbanka gildir fyrir árin 2020-2022. Þar kemur fram að óhætt sé að segja að undanfarinn áratugur hafi verið gjöfull tími í íslenskum efnahag. Eftir alvarleg áföll í lok fyrsta áratugar aldarinnar séu lífskjör á flesta mælikvarða orðin jafngóð eða betri en þau hafi verið  fyrir bankahrunið 2008.

„Helsta skýring þessa er að þriðja auðlindin, þ.e. sérstaða Íslands og íslenskrar náttúru, bættist við fiskimiðin og endurnýjanlega orku sem meginundirstaða útflutningstekna. Auk þess tókst farsællega til við úrlausn mála tengdra bankahruninu og árangursrík hagstjórn hefur einnig lagt lóð á vogarskálarnar.“

„Á yfirstandandi ári gerum við ráð fyrir fremur hægum vexti, …
„Á yfirstandandi ári gerum við ráð fyrir fremur hægum vexti, eða 1,4%, drifnum af hóflegum vexti innlendrar eftirspurnar,“ segir í spánni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðsnúningur eftir bakslag í ferðaþjónustu

Bankinn segir að fyrirliggjandi tölur fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2019 gefi skýrt til kynna viðsnúning eftir bakslag í ferðaþjónustu í ársbyrjun. Hagvöxtur mældist 0,2% á tímabilinu. Þjóðarútgjöld skruppu hins vegar saman um 0,9% á sama tíma en hagstætt framlag utanríkisviðskipta vó á móti. 

„Útlit er fyrir að hagvöxtur hafi verið 0,3% á árinu 2019 í heild. Snarpur samdráttur í fjármunamyndun atvinnuvega og þjónustuútflutningi vegst þar á við vöxt neyslu og samdrátt innflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni. 

Bankinn spáir því að verðbólga verði hófleg á komandi misserum, …
Bankinn spáir því að verðbólga verði hófleg á komandi misserum, 2,2% á þessu ári en 2,6% árið 2021. Jafnframt er gert ráð fyrir stöðugum vexti kaupmáttar þrátt fyrir fremur hóflega hækkun launa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á þessu ári gerir bankinn ráð fyrir fremur hægum vexti, eða 1,4% drifnum af hóflegum vexti innlendrar eftirspurnar. Meiri kraftur færist svo í vöxtinn árið 2021 og 2022 að mati Íslandsbanka, en þá spáir hann 2,3% og 2,4% vexti eftir því sem meiri þróttur færist í einkaneyslu og útflutning á nýjan leik. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK