150 milljónir en ekki 200 milljónir

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Hari

Marel hefur sent frá sér leiðréttingu á ársreikningi sem kynntur var í gær, en þar kom meðal annars fram að laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra félagsins, væru samtals um 200 milljónir króna. Fram kemur í nýju tilkynningunni að skekkja hafi verið í upplýsingum um launakjör lykilstjórnenda fyrir síðasta árs, en skekkjan virðist eiga við um bæði kjör forstjórans auk annarra í framkvæmdastjórn, þótt laun þeirra séu ekki sundurliðuð eins og með forstjórann.

Í fyrri útgáfu ársreikningsins kom fram að Árni væri með 1.439 þúsund evr­ur í árs­laun í fyrra. Það nem­ur um 204 millj­ón­um á gengi dags­ins í dag, eða 17 millj­ón­um á mánuði. Til viðbót­ar við þetta bæt­tist 220 þúsund evra líf­eyr­is­greiðsla, eða um 31 millj­ón og kauprétt­ur að 2.260.000 hlut­um í Mar­el. 

Í leiðréttum ársreikningi kemur fram að árslaun hans hafi í heild verið 1.059 þúsund evrur, eða um 150 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Það gera 12,5 milljónir á mánuði. Eru regluleg laun og hlunnindi þar af 680 þúsund evrur, eða 96 milljónir og hækka um 7,3% milli ára. Kaupaukagreiðslur voru 379 þúsund evrur, eða sem nemur 53,7 milljónum og hækka um 36,3% milli ára.

Kaupréttur hlutabréfanna og lífeyrisgreiðslurnar eru óbreytt frá fyrri útgáfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK