Sýna krefjandi aðstæðum skilning

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

Við sýnum því skilning að aðstæður fyrirtækisins eru krefjandi og eigum í samtali við Rio Tinto til þess að fá sameiginlega sýn á stöðu mála.“ Þetta er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu vegna mögulegrar lokunar álversins í Straumsvík.

Greint var frá því í morgun að Rio Tinto hyggst hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík til að meta rekstr­ar­hæfi þess til framtíðar og leita leiða til þess að bæta sam­keppn­is­stöðu þess.

Í fyr­ir­hugaðri end­ur­skoðun verða all­ar leiðir skoðaðar, þar á meðal frek­ari fram­leiðslum­innk­un og mögu­lega lok­un.

Við höfum sagt og teljum áfram að raforkusamningurinn sé sanngjarn fyrir báða aðila og að það séu fleiri þættir en raforkuverðið sem hafa áhrif á þeirra stöðu en þetta erum við að greina nánar í sameiningu,“ er enn fremur haft eftir Herði.

Forstjórinn sagði í samtali við mbl.is í nóvember að aðstæður á markaði væru það sem gerði fyrirtækjum erfitt fyrir um þessar mundir en ekki orkuverð sem boðið er upp á hér á landi.

„Álverð og verð á kís­il­málmi hef­ur verið mjög lágt um þess­ar mund­ir og hef­ur verið núna um nokkra stund og ger­ir öll­um fram­leiðend­um mjög erfitt fyr­ir, bæði hér heima og er­lend­is. Við svo­leiðis aðstæður eru mjög fáir að auka fram­leiðsluna. Verð á málm­mörkuðum þarf bara að vera hærra. Þetta er mjög óeðli­lega lágt verð og mark­ast mjög mikið af viðskipta­stríði á milli Banda­ríkj­anna og Kína og á meðan það er þannig þá eiga all­ar verk­smiðjur í heim­in­um erfitt upp­drátt­ar,“ sagði Hörður þá.

Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar.
Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Ómar

Í tilkynningu Landsvirkjunar er bent á að aðstæður á álmörkuðum séu mjög krefjandi um þessar mundir, meðal annars út af lágu álverði, minni eftirspurn og mikilli framleiðsluaukningu í Kína undanfarin ár. Auk þess hafi álverið í Straumsvík lent í rekstrarerfiðleikum sem hafi haft áhrif á afkomu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK