„Virðist ekki vera að létta til“

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru óveðursský yfir Íslandi,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku. Sigurður segir að alvarlegar fréttir morgunsins þess efnis að álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað séu enn ein staðfesting þess.

„Það virðist ekki vera að létta til,“ segir Sigurður og bætir við að staðan sé býsna alvarleg þar sem til greina komi að Rio Tinto hætti rekstri hér á landi. „Vonir standa til þess að fyrirtækið sjái áframhaldandi grundvöll fyrir starfsemi hér á landi.“

Sigurður segir að gríðarlega mikið sé í húfi. „Útflutningstekjur á vegum fyrirtækisins eru í kringum 60 milljarðar á ári. Fjöldi starfa er í álverinu sjálfu en þá má ekki gleyma því að fyrirtækið kaupir vörur og þjónustu á Íslandi og borgar laun til starfsmanna fyrir hátt í ellefu milljarða króna.“

Sigurður segir að mikill þungi hafi verið í því sem haft var eftir Alf Barrios, forstjóra Rio Tinto Aluminium, í tilkynningu í morgun en þar kom meðal annars fram að álverið væri ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar.

„Þarna er um að ræða fyrirtæki sem rekur álver og orkusækinn iðnað víða um heim og hefur þar af leiðandi góðan samanburð. Núna blasir við að það munu verða viðræður um breytingar á þeirri stöðu,“ segir Sigurður og bætir við að erfitt sé að segja til um hvort þær skili einhverju. 

Staða álversins í Straumsvík og krefjandi rekstrarskilyrði iðnaðar á Íslandi almennt verða til umræðu á framleiðsluþingi SI sem fer fram í Hörpu og hefst klukkan 14:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK