Tap hjá Airbus vegna mútumáls

AFP

Tap evrópska flugvélaframleiðandans Airbus nam 1,36 milljörðum evra, sem svarar til 188 milljarða króna, á síðasta ári. Ástæðan fyrir tapi er 3,6 milljarða evra sekt vegna mútuhneykslis og aukins kostnaðar við framleiðslu á A400M-flutningavélinni.

Rekstrarhagnaður Airbus nam 6,9 milljörðum evra, 954 milljörðum króna, í fyrra og á félagið von á því að afhenda um 880 nýjar þotur á árinu. Í fyrra voru þær 863 talsins.

Airbus var gert að greiða sektir í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum í dómsátt í hneykslismáli tengdu sölu á þotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK