Veiran hefur áhrif á afkomu Apple

Maður hjólar fram hjá Apple-búðinni í Peking fyrr í þessum …
Maður hjólar fram hjá Apple-búðinni í Peking fyrr í þessum mánuði. Öllum 42 verslunum Apple í Kína var lokað eftir að veiran fór að breiðast út og flestar eru þær enn lokaðar. AFP

Apple sendi frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi, þar sem fram kom að hagnaðarmarkmið fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 myndu ekki nást vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, COVID-19.

Framleiðslukeðja Apple hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lokana verksmiðja í Kína og þá hefur orðið mikill samdráttur á spurn eftir vörum þess innan landamæra Kína, þar sem öllum 42 Apple-búðunum var lokað í síðasta mánuði. Flestar eru þær enn lokaðar.

„Vinnan er að fara af stað á ný víða um landið, en það er að taka lengri tíma en við bjuggumst við að snúa til eðlilegs horfs,“ segir í yfirlýsingu Apple.

Apple er eitt fyrsta alþjóðlega fyrirtækið sem sendir frá sér yfirlýsingu um það hvernig kórónuveiran er að hafa áhrif á reksturinn en fjölmörg fyrirtæki reiða sig á Kína í framleiðslulínu sinni. Þá er kínverskur neytendamarkaður risastór og sívaxandi, sérstaklega þegar kemur að lúxusvörum eins og dýrum raftækjum á borð við iPhone-síma Apple.

Endursöluaðilar Apple hér á landi eru þegar byrjaðir að finna fyrir áhrifunum af þessu, eins og tveir þeirra ræddu við mbl.is um helgina.

Apple greindi ekki frá því hversu mikill samdráttur væri áætlaður á hagnaði fyrirtækisins af þessum sökum.

Umfjöllun New York Times um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK