Fjárfestar sækja í gull vegna kórónuveirunnar

Gullverð varð í morgun hærra en það hefur verið frá …
Gullverð varð í morgun hærra en það hefur verið frá árinu 2013 og er það rakið til ótta við frekari útbreiðslu kórónuveiru með tilheyrandi áhrifum á atvinnulíf og þar með hlutabréfamarkaði. AFP

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur ekki verið hærra í sjö ár, eða frá því í febrúar árið 2013. Talið er að ótti við frekari útbreiðslu COVID-19 valdi því að fjárfestar flýi með fé sitt af hlutabréfamörkuðum og kaupi gull til þess að tryggja fjármuni sína.

Fjallað er um þetta á vef BBC í dag, en hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað nokkuð í dag, mest í Mílanó þar sem aðalvísitalan hefur lækkað um meia en 4%. Þar í nágrenninu, í Langbarðalandi þar sem Mílanó er héraðshöfuðborgin og í Venetó-héraði sem nær yfir eystri hluta Norður-Ítalíu, hefur tugþúsundum íbúa smábæja verið gert að sæta farbanni til að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar.

Sérfræðingar búast við því að gull muni halda áfram að hækka í verði, haldi váleg tíðindi áfram að berast af útbreiðslu kórónuveirunnar. Í morgun fór verðið upp í 1.678 dollara á hverja únsu, áður en það lækkaði ögn aftur, en búist er við að verðið haldi áfram að hækka og gæti brotið 1.700 dollara múrinn fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK