Eignasafnið rýrnað um tugi milljarða

Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eignasafn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) hefur rýrnað um 4 til 5 prósent á þessu ári vegna erfiðleika á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis. Þetta kom fram í máli Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, á fulltrúaráðsfundi sem haldinn var í gær.

Jafngildir það því að sjóðurinn hafi tapað 40-45 milljörðum á árinu. Sjóðurinn skilaði mjög góðri ávöxtun á nýliðnu ári. Reyndist raunávöxtun hans 15,6% sem er næstbesti árangur í sögu sjóðsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Eignasafn LIVE er að 40% hluta bundið í hlutabréfum erlendis. Þá er sjóðurinn einnig þungt vigtaður í Marel, stærsta félaginu í kauphöllinni.Bréf félagsins hafa lækkað um tæp 20% það sem af er þessu ári. Þá er LIVE næststærsti hluthafinn í Icelandair Group með tæplega 12% hlut. Bréf félagsins hafa lækkað um 32,6% það sem af er þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK