Stökk upp á við

Gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum tók víða stökk upp á …
Gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum tók víða stökk upp á við eftir afan slæman fimmtudag, þann versta í bandarísku kauphöllinni síðan árið 1987. AFP

Gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum tók víða stökk upp á við eftir afar slæman fimmtudag, þann versta í bandarísku kauphöllinni síðan árið 1987. 

Við lokun markaða í kvöld hafði S&P 500-vísitalan hækkað um rúmlega níu prósent, sem er mesta hækkun vísitölunnar frá árinu 2008. Hækkun vestanhafs kom að mestu fram í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði samið við forstjóra stórra einkafyrirtækja þar í landi um aðstoð við skimanir fyrir kórónuveirunni, en hann lýsti yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum í kvöld sökum útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Yfirlýsingin leysir úr læðingi milljarða bandaríkjadala úr fjárhirslum ríkissjóðs sem nýst geta í baráttunni gegn faraldrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK