„Getum orðið best utan Bandaríkjanna“

Viaplay á Íslandi, NENT Group.
Viaplay á Íslandi, NENT Group. Mynd/NENT Group

Fyrir kaldhæðni örlaganna má segja að norræna streymisveitan Viaplay sé að hefja innreið sína á íslenskan markað á hárréttum tíma, en veitan er aðgengileg Íslendingum á netinu frá og með deginum í dag, 1. apríl. Hún greinir sig frá öðrum streymisveitum með því að bjóða norrænt efni í bland við efni frá Hollywood og íþróttakappleiki í beinni.

Um þetta er fjallað í ViðskiptaMogganum í dag, en þar segir að nú séu fordæmalausir tímar, eins og fólki verður tíðrætt um.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2020/03/26/ny_streymisveita_i_bodi_a_599_kronur/

Vegna kórónuveirufaraldursins dvelur þjóðin eins og heimurinn allur, að mestu heima við og þegar starfsdegi fólks lýkur, sem hjá flestum er einmitt líka heima, í fjarvinnu, kemur það sér fyrir uppi í sófa og leitar í afþreyingu sem aldrei fyrr. Ekki er lengur hægt að skjótast í bíó eða leikhús, á skíði eða í golf, eða í heimsókn til vina og ættingja. Þá koma streymisveiturnar sterkar inn með fjölbreytt úrval af afþreyingarefni.

Í samtali við ViðskiptaMoggann, í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams frá Microsoft, segir Anders Jensen, forstjóri NENT, móðurfélags Viaplay, spurður að því af hverju Viaplay hefji nú innreið sína á íslenska markaðinn, að fyrir því séu nokkrar ástæður. „Við erum leiðandi streymisveita á Norðurlöndum og það er ekki hægt að segja að við séum fullkomlega norræn fyrr en við erum komin til Íslands. Nú er það að verða að veruleika,“ segir Anders.

Vilja stækka alþjóðlega

Hann segir að Viaplay hugsi stærra, og ætli sér að stækka út fyrir Norðurlöndin á komandi árum. „Við erum bara eins og streymisveiturnar Spotify og Netflix. Við viljum bjóða okkar einstöku blöndu af efni til fleiri landa. Okkar aðgreining er sú helst að við erum með Hollywood-kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, í bland við norrænt efni, og beinar útsedingar frá íþróttaviðburðum. Þetta gefur okkur sérstöðu á þessum markaði. En við fetum okkur hægt og rólega áfram í þessum efnum, og tökum einn markað fyrir í einu.“

Anders Jensen forstjóri NENT group og Viaplay.
Anders Jensen forstjóri NENT group og Viaplay. Ljósmynd/Aðsend

Hvað annað efni en norrænt varðar, segir Anders að Viaplay sé með gott safn af efni frá öðrum Evrópulöndum sem enn auki á sérstöðu veitunnar. „Við viljum vera númer eitt. Við viljum að Netflix sé næsti valmöguleiki á eftir okkur,“ segir Anders og hlær, og segir ekkert að því að hugsa stórt. „Við erum hógvært fólk,“ bætir hann við og brosir.

Mikilvægt að stækka

Anders leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir veitu eins og Viaplay að stækka. Bæði að fjölga áhorfendum og auka valmöguleika í efnisvali. „Þetta skiptir máli fyrir alla. Þetta skiptir máli til dæmis fyrir norræna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendur að þeir þurfi ekki að fljúga til Hollywood til að gera framleiðslusamninga þar við streymisveitur, heldur geti bara komið til okkar. Það getur verið mun einfaldara. Það er vel hægt að vera í samkeppni við Netflix, en þú þarft að ná fótfestu á helstu mörkuðum. Það eru ekki margar svona svæðisbundnar streymisveitur aðrar en við í heiminum í dag, sem er tækifæri fyrir okkur.“

Um framtíðina í samkeppninni við Netflix segir Anders að Netflix sé í sífellt meira og meira stríði við Hollywood. Afþreyingariðnaðurinn í Hollywood sjái Netflix sem sífellt meiri ógn, og framleiðslufyrirtækin séu í meira mæli að hleypa eigin streymisveitum af stokkunum. „Það er streymisveitustríð í gangi. Það býr til tækifæri fyrir okkur, og við getum orðið best utan Bandaríkjanna.“

Umfjöllunina í heild sinni má finna á síðum ViðskiptaMoggans 1. apríl.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK