Olíuverð hækkar á nýjan leik

Verð á olíu hefur hækkað það sem af er degi.
Verð á olíu hefur hækkað það sem af er degi. AFP

Verð á hráolíu hefur hækkað um tæplega 25% það sem af er degi. Rekja má hækkunina til tíst Donald Trumps, Bandaríkjaforseta, þar sem segir að líkur séu á því að verðstríði Rússa og Sádi-Araba kunni að ljúka á næstunni. 

Ef marka má tíst forsetans munu Sádi-Arabar draga úr framleiðslu á olíu svo um munar, eða ríflega tíu milljónum tunna. Ekki er útilokað að þeir kunni að draga enn frekar úr framboðinu, en tístinu kemur jaframt fram að Bandaríkjaforseti hafi rætt við Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. 

Talsverðar hækkanir hafa verið á mörkuðum vestanhafs það sem af er degi, en Dow Jones-vísitalan hefur hækkað um ríflega 1,8% það sem af er degi. Þá hefur S&P500-vísitalan hækkað um 2%. Leikur hækkun á olíuverði þar stórt hlutverk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK