Aðstoða þar sem þörfin er mest

Verslun Apple í New York.
Verslun Apple í New York.

Tæknirisinn Apple hefur, í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar, nú þegar gefið um 20 milljón andlitsgrímur á spítala víða um heim. Þá ráðgerir fyrirtækið að framleiða rétt um milljón andlitsskildi vikulega, sem sömuleiðis munu nýtast heilbrigðisstarfsmönnum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í myndbandi sem forstjóri fyrirtækisins, Tim Cook, sendi frá sér á Twitter í gær. 

Að sögn forstjórans vinnur Apple nú náið með heilbrigðisyfirvöldum  í Bandaríkjunum til að tryggja að nauðsynjar skili sér á staði sem mest þurfa á aðstoð að halda. Nú þegar hefur fyrirtækið sent andlitsskildi til Kaliforníu en vonir standa til að hægt verði að framleiða og flytja ríflega milljón andlitsskildi vikulega.

„Þetta er raunverulega alþjóðlegt verkefni, og við erum í samvinnu með yfirvöldum á hverjum stað til að tryggja að nauðsynlegir hlutir skili sér þangað sem þörfin er mest,“ sagði Tim Cook.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK