Bjartsýni á hlutabréfamörkuðum

Bjartsýni ríkir á hlutabréfamörkuðum.
Bjartsýni ríkir á hlutabréfamörkuðum. AFP

Talsverð jákvæðni hefur ríkt á hlutabréfamörkuðum víða um heim það sem af er degi. Markaðir vestanhafs hækkuðu strax við opnun og svipað var upp á teningnum í Evrópu og Asíu. Það sem af er degi hefur Dow Jones-vísitalan hækkað um 5%, eða um ríflega eitt þúsund punkta.

Í gær tilkynnti ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, að nýjum smitum og dauðsföllum hefði í fyrsta skipti fækkað milli daga. Þá kom fram í máli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu að „ljós væri við enda ganganna“. Hefur þetta vakið von í brjósti fjárfesta um að bjartari tímar séu í vændum.

„Versti tíminn að baki“

Óhætt er að fullyrða að skaði af völdum kórónuvírussins eigi enn eftir að verða meiri. Þetta segir Mike Wilson, forstöðumaður hlutabréfaviðskipta hjá Morgan Stanley, en hann telur erfiðar vikur fram undan. Að hans sögn er hins vegar ólíklegt að veiran muni valda frekari skaða á fjármálamarkaði heimsins.

„Síðasti mánuður er að baki þar sem þvinguð sala eigna raungerðist og bandaríska ríkisstjórnin kynnti fordæmalausar aðgerðir. Verðmat okkar hefur á sama tíma ekki verið eins spennandi frá árinu 2011. Við teljum að versti tíminn sé nú að baki,“ er haft eftir Wilson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK