Gjaldþrot í stað skuldasöfnunar

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðgjafafyrirtækinu sem Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, undirritar. 

Fregnir bárust af gjaldþrotinu í gærkvöldi. Um fimm­tíu starfa hjá fyr­ir­tæk­inu, meiri­hluti ráðgjaf­ar við ráðning­ar og stefnu­mót­un, en þeir eru sagðir hafa fengið að vita af rekstr­ar­erfiðleik­um fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir tíu dög­um.

Í tilkynningu Capacent segir að árið hafi farið vel af stað hjá félaginu en þær aðstæður er mynduðust í atvinnulífinu vegna Covid-19 fóru fljótt að segja til sín í rekstri félagsins þar sem tekjur féllu verulega. „Eftir þrotlausa vinnu síðustu vikur við að bjarga félaginu þar sem starfsmenn lögðust á eitt er staðan því miður sú að rekstrargrundvöllur félagsins er erfiður og erfitt að segja til um hversu hratt verulegur bati verður þar á.“ 

Capacent var upp­haf­lega stofnað árið 1983 í Svíþjóð, en fé­lagið hef­ur verið með skrif­stof­ur þar í landi, á Íslandi og í Finn­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK