Ágúst Leósson ráðinn fjármálastjóri Coripharma

Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og …
Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan. Ljósmynd/Aðsend

Ágúst H. Leósson hefur verið ráðinn fjármálastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Ágúst er viðskiptafræðingur að mennt og þekkir vel til lyfjageirans.

Hann var fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Medis á árunum 2009-2019, og sat í framkvæmdastjórn félagsins, auk þess sem hann var fjármálastjóri Actavis árin 2000-2005. Þá gegndi hann stöðu fjármálastjóra hjá TM á árunum 2005-2007 og var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Samsons 2007-2009.

Lyfjafyrirtækið Coripharma hóf starfsemi árið 2018 en það keypti í fyrra alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa 110 manns, en það sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir lyfjafyrirtæki um allan heim ásamt því að þróa eigin lyf. Áformað er að fyrsta samheitalyf fyrirtækisins komi á markað um mitt næsta ár.

Ágúst H. Leósson er nýr fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma. Hann hefur …
Ágúst H. Leósson er nýr fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma. Hann hefur störf í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK