Hafa selt jafn mikið af íbúðum og allt árið 2019

Um 3.500 búa nú á Ásbrú í Reykjanesbæ. Innan 20 …
Um 3.500 búa nú á Ásbrú í Reykjanesbæ. Innan 20 ára verða þar 18 þúsund Ljósmynd/Keilir/Birt með leyfi

Sala íbúða hjá fasteignaþróunarfélaginu Ásbrú ehf. á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur gengið vonum framar það sem af er ári. Á þessu ári hafa selst um 20 íbúðir, sem er sama sala og allt árið í fyrra.

Ingi Rafnar Júlíusson, framkvæmdastjóri Ásbrúar, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að ástæðurnar séu margvíslegar. Líklega sé lægra vaxtastig en áður í landinu nú um stundir þó stærsta ástæðan fyrir því hve vel salan gangi. Auk þess séu íbúðirnar nýuppgerðar, aðlaðandi og á góðu verði.

Ásbrú ehf. keypti upphaflega 450 íbúðir af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, fyrir um fimm milljarða króna. „Við keyptum 450 íbúðir árið 2016 og fórum þá af stað með verkefnið. Eftir breytingar voru íbúðirnar samtals orðnar 550. Þá keyptum við einnig nánast allar atvinnueignir sem Kadeco átti eftir að selja á þeim tíma. Við erum nú búnir að selja um 140 íbúðir til einstaklinga, en leigjum út 330. Við erum með síðustu 88 íbúðirnar í vinnslu sem eru annaðhvort í breytingaferli eða komnar í sölu,“ segir Ingi Rafnar, og bætir við að Ásbrú hafi fjárfest fyrir hátt í fjóra milljarða króna á svæðinu síðan fyrirtækið hóf þar starfsemi.

Ingi býst við að sölu á öllum íbúðum Ásbrúar ljúki á næstu 12-18 mánuðum. Hann segir að svæðið sé framtíðaruppbyggingarsvæði í Reykjanesbæ og áætlanir geri ráð fyrir að innan tuttugu ára muni búa þar um 18.000 manns. Í dag búa þar 3.500 manns. „Ég held að innan tveggja til þriggja ára verði nýbyggingar farnar að rísa á Ásbrú.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK