Geta ekki sagt til um endurráðningar

Ein af Boeing 757-vélum Icelandair sem nú standa óhreyfðar.
Ein af Boeing 757-vélum Icelandair sem nú standa óhreyfðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair mun, samkvæmt flugáætlun sem gildir til 19. júlí næstkomandi, fljúga til 26 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.

Á heimasíðu flugfélagsins er vakin athygli á því að hægt sé að bóka flug á dagsetningum eftir fyrrgreinda áætlun. Verði flugið hins vegar fellt niður segist félagið munu koma viðkomandi farþega á áfangastað.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ómögulegt að segja til um það núna hvort þessi fjöldi áfangastaða muni breyta uppsögnum starfsfólks. Ástandið sé enn viðkvæmt og óvissan mikil.

„Við erum að fara mjög rólega af stað og það er mikil óvissa. Það plan sem við settum upp frá 15. til 30. júní gerir ráð fyrir 11 áfangastöðum. Í júlí gerum við svo ráð fyrir að fjölga áfangastöðum talsvert en það er þó háð ýmsu,“ segir Ásdís Ýr m.a. í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK