Gengi hlutabréfa Tesla rýkur upp

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX.
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX. AFP

Gengi hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla hækkaði um 8% við opnun markaða vestanhafs og stendur gengið nú í rétt ríflega 1.200 Bandaríkjadölum. Kemur hækkunin í kjölfar betri afkomu en gert hafði verið ráð fyrir í öðrum ársfjórðungi þessa árs. 

Áður hafði því verið spáð að Tesla myndi afhenda um 72 þúsund ökutæki í ársfjórðungnum. Að því er fram kom í uppgjöri félagsins var raunin önnur. Alls seldust umtalsvert fleiri ökutæki, eða 90.650. Er þetta talið koma á óvart í ljósi áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 

Af ökutækjunum 90.650 voru rétt ríflega 80 þúsund af gerðinni Model 3s og um 10.600 af gerðunum Model S luxury sedan og Model X SUVs. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú orðið hærra en japanska bílaframleiðandans Toyota. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK