Orkuveitan ætlar að áfrýja 747 milljóna dómi

Orkuveita Reykjavíkur ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms frá í dag. …
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms frá í dag. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 747 milljónir til Glitni Holdco. mbl.is/Árni

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en héraðsdómdur dæmdi fyrirtækið til að greiða 747 milljónir auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga við Glitni á árunum fyrir hrun.

Telja að Glitnir hafi verið ógjaldfær í janúar 2008

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að dómurinn virðist ekki hafa tekið tillit til helstu sjónarmiða fyrirtækisins í málinu. „Þau eru annarsvegar að þrotabú Glitnis, sem stefndi OR, eigi ekki aðild að málinu þar sem slitastjórn bankans framseldi íslenska ríkinu kröfuna árið 2016. Þá var af hálfu OR lögð fyrir dóminn matsgerð þar sem niðurstaðan er sú að bankinn hafi í raun verið ógjaldfær þegar í janúar 2008 og samningarnir þá gjaldfallið.”

Orkuveitan staðfestir jafnframt að félagið hafi lagt til hliðar höfuðstól kröfunnar, upp á um 740 milljónir sem varúðarfærslu. Þá er tekið fram að dómsfjárhæðin komi ekki til greiðslu fyrr en lokaniðurstaða dómstóla liggur fyrir, hvort sem það verður fyrir Landsrétti eða Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK