Segja upp 36 þúsund starfsmönnum

Boeing 737 Max 9 þotur United Airlines.
Boeing 737 Max 9 þotur United Airlines. AFP

Bandaríska flugfélagið United Airlines gerir ráð fyrir að segja upp 36 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins á næstunni í kjölfar áhrifa og útbreiðslu faraldurs kórónuveiru. Það er rétt um helmingur starfsfólks fyrirtækisins, en United Airlines hefur líkt og önnur flugfélög orðið fyrir gríðarlegum tekjubresti. 

Að því er fram kom í tilkynningu er áætlað að eftirspurn í júlímánuði muni dragast saman um 75% borið saman við sama mánuð í fyrra. „Allt frá því að kórónuveiran fór að gera vart við sig höfum við verið heiðarleg og opin í samskiptum við okkar starfsmenn. Nú þurfum við að ákveða hentugan fjölda starfsmanna í samræmi við flugeftirspurn.“

Í tilkynningunni segir þó jafnframt að ekki sé víst að allir sem fá sent uppsagnarbréf missi vinnuna. Allt muni það fara eftir því hvernig flugumferð tekur við sér að nýju. Hins vegar sé ljóst að töluverður fjöldi verði án atvinnu að uppsögnunum loknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK