71 þúsund manns fengið endurgreitt

Kyrrsetning MAX-vélanna hefur leitt gríðarlegt tjón yfir Icelandair á síðustu …
Kyrrsetning MAX-vélanna hefur leitt gríðarlegt tjón yfir Icelandair á síðustu mánuðum. Steingrímur Eyjólfsson

„Við höfum endurgreitt um 71 þúsund bókanir frá miðjum mars. Farþegafjöldi sem þessar bókanir ná yfir er vitaskuld mun hærri. Á bið miðað við gærdaginn, föstudag, eru um 41.500 virkar endurgreiðslubeiðnir,“ segir Sigrún Össurardóttir, starfandi upplýsingafulltrúi Icelandair.  Vísar hún þar til endurgreiðslubeiðna fyrirtækisins sem hrannast hafa upp í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Samkvæmt ofangreindum upplýsingum hefur Icelandair því greitt rétt um 21 þúsund farþegum frá síðustu vikuna. Enn er þó fjöldi á biðlista, en rétt um 40% farþega hafa óskað eftir endurgreiðslu. „Rétt rúmlega 60% þeirra sem við erum að þjónusta eru að þiggja inneign eða tilfærslu,“ segir Sigrún. 

Talsverðrar óánægju hefur gætt meðal fjölda innlendra viðskipta félagsins með hversu langan tíma hefur tekið að endurgreiða umræddar kröfur. Að sögn Sigrúnar á það sér eðlilegar skýringar. „Innlendir aðilar eru um 10% viðskiptavina félagsins og hlutföll endurgreiðslna skiptast eftir sömu línum, enda eru beiðnir afgreiddar í tímaröð eftir fremsta megni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK