Íbúðarkaupendum fækkar talsvert

Mikið hefur verið byggt af íbúðum.
Mikið hefur verið byggt af íbúðum. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár var 355 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í júní og voru þeir 26% færri en í júní fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist samdráttur, nema í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem mældist lítilleg aukning. 

Maímánuður var nokkuð líflegur á íbúðamarkaði þar sem þinglýsingar voru mun fleiri en í apríl þegar samkomubann stóð sem hæst og sömuleiðis mældist nokkuð skörp hækkun á íbúðaverði milli mánaða. Vísbendingar voru því um að líf væri að færast í íbúðamarkaðinn. Í júní hefur þetta þó róast. 

Á meðan samdráttur mælist á höfuðborgarsvæðinu, mælist aukning víða utan þess. Á Akureyri, Akranesi og á Árborgarsvæðinu var alls staðar fleiri kaupsamningum þinglýst á öðrum ársfjórðungi í ár samanborið við sama fjórðung í fyrra. Mest var aukningin á Akranesi þar sem 57% fleiri kaupsamningum var þinglýst, á Akureyri mældist aukning upp á 18%, og 12% á Árborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK