Kapp ehf festir kaup á Kistufelli ehf

Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, og Guðmundur Ingi Skúlason, framkvædmastjóri …
Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, og Guðmundur Ingi Skúlason, framkvædmastjóri Kistufells. Ljósmynd/Aðsend

Kapp ehf hefur keypt véla- og bifreiðaverkstæðið Kistufell ehf. „Þar með er KAPP ehf að styrkja vélarhlutann í starfsemi sinni enn frekar hér á landi,“ að því er segir í tilkynningu.

Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri Kistufells og aðaleigandi fyrirtækisins frá árinu 2004, segir í tilkynningunni að söluverðið sé trúnaðarmál. „Fyrirtækið verður rekið áfram með svipuðu sniði og áður og með sama mannskap. Þó er stefnt að því að efla starfsemina með alhliða þjónustu á vélasviði og þá í samvinnu með KAPP,“ segir hann.

„Þessi kaup styrkja þjónustu okkar á innanlandsmarkaði mikið og gera okkur sem heild enn sterkari að sækja fram í okkar starfsemi og þjónustu fyrir viðskiptavini,“ segir Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

Vélaverkstæðið Kistufell var stofnað árið 1952 af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum og sérhæfir sig í vélaviðgerðum á all flestum tegundum af vélum, slípun sveifarása, borun á vélablokkum, þrýstiprófun hedda og samsetningum á vélum. Hjá fyrirtækinu starfa sjö bifvélavirkjar þar af eru tveir bifvélavirkjameistarar.

KAPP sinnir vélaviðgerðum, selur og þjónustar kæli, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK