Tap Árvakurs minnkar á milli ára

Höfuðstöðvar Árvakurs eru í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Árvakurs eru í Hádegismóum. mbl.is/Golli

Tap móðurfélags Árvakurs hf. árið 2019 nam 210 milljónum króna, en árið á undan var tapið 415 milljónir króna. EBITDA var neikvæð um 190 milljónir króna sem er einnig umtalsverður bati frá fyrra ári. Samanburður á milli ára er ekki fyllilega raunhæfur þar sem Póstmiðstöðin ehf., sem Árvakur keypti í árslok 2018 51% hlut í, er komin inn í samstæðu félagsins. Tap samstæðu Árvakurs nam 291 milljón króna.

Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall móðurfélags Árvakurs í lok árs var 38%.

„Rekstrarumhverfið er áfram mjög erfitt,“ segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs. „Eins og þekkt er af umræðunni hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla verið afleitt síðastliðin ár og setur sú staðreynd áfram mark sitt á afkomu Árvakurs. Staðan batnar engu að síður á milli ára vegna mikilla hagræðingaraðgerða sem gripið var til haustið 2018 og vorið 2019. Undir árslok í fyrra var aftur gripið til mikilla hagræðingaraðgerða, sem hafa orðið til þess að reksturinn hefur haldið áfram að batna það sem af er þessu ári þrátt fyrir mikinn skell sem Árvakur, líkt og flest önnur fyrirtæki, hefur orðið fyrir vegna kórónuveirunnar. Vegna kórónuveirufaraldursins er útlitið hins vegar mikilli óvissu háð og afar erfitt að átta sig á því hvernig rekstrarumhverfið mun þróast, en rekstur fjölmiðla er mjög viðkvæmur fyrir undirliggjandi ástandi í atvinnulífinu.

Sá árangur sem þrátt fyrir allt hefur náðst er ánægjulegur og ekki síður sú staðreynd að miðlar Árvakurs standa afar sterkt og ná til 94% landsmanna. Morgunblaðið og mbl.is halda sinni öflugu stöðu og samkvæmt nýjustu mælingum er K100 orðin næststærsta útvarpsstöð landsins í sínum markhópi,“ segir Haraldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK