Einingaverksmiðjan flytur starfsemi sína

Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, og Sigurbjörn Óli Ágústsson, framkvæmdastjóri Einingaverskmiðjunnar, …
Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, og Sigurbjörn Óli Ágústsson, framkvæmdastjóri Einingaverskmiðjunnar, við undirritun samningsins Ljósmynd/Sveitarfélagið Ölfus

Samkomulag hefur náðst milli sveitarfélagsins Ölfuss og Einingarverksmiðjunar um að starfsemi verksmiðjunnar flytjist í sveitarfélagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu Ölfuss og Einingaverksmiðjunar.

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á 4.000 fermetra iðnaðarhúsum og efnissílóum á Nessandi, nýskipulögðu iðnaðarsvæði utan við Þorlákshöfn. Einingaverksmiðjan hefur í áratugi sérhæft sig í framleiðslu forsteyptra eininga til byggingaframkvæmda og starfa á bilinu 40-50 manns hjá fyrirtækinu. Einingaverksmiðjan hefur verið staðsett á Breiðhöfða í Reykjavík.

„Það er afar ánægjulegt að að finna áhuga stórra sem smárra fyrirtækja á því að velja sér framtíðarstaðsetningu hér í sveitarfélaginu.“ Þetta segir Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss í tilkynningu. Jafnframt segir hann tilhlökkun vera á meðal forsvarsmanna sveitarfélagsins að hefja samstarf með verksmiðjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK