TikTok hótar málsókn eftir tilskipun Trumps

Trump gaf út sambærilega tilskipun sem varðar kínverska samfélagsmiðlarisann WeChat.
Trump gaf út sambærilega tilskipun sem varðar kínverska samfélagsmiðlarisann WeChat. AFP

Kínverska fyrirtækið TikTok hótar nú málsókn á hendur bandarískum stjórnvöldum eftir að forsetinn Donald Trump skipaði fyrirtækjum þar í landi að hætta að stunda viðskipti við TikTok innan 45 daga.

Í yfirlýsingu segist fyrirtækið „slegið“ vegna fyrirskipunar forsetans þar sem mælt er fyrir um viðskiptabannið. Það muni leita allra mögulegra leiða til að „tryggja að réttarríkinu sé ekki kastað á glæ“.

Hótað að banna TikTok

Trump gaf út sambærilega tilskipun sem varðar kínverska samfélagsmiðlarisann WeChat. Eigandi WeChat, fyrirtækið Tencent, segist vera að skoða tilskipunina til að skilja ástandið að fullu.

Forsetinn hefur þegar hótað að banna TikTok í Bandaríkjunum og vísað til áhyggna af þjóðaröryggi. Fyrirtækið á í viðræðum við Microsoft um sölu á þeim hluta TikTok sem snýr að Bandaríkjunum.

Samkvæmt fyrirskipun Trumps hafa fyrirtækin nú til 15. september til að komast að samkomulagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK