Lækka verð á andlitsgrímum

Guðmundur Halldór Björnsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Lyfju.
Guðmundur Halldór Björnsson, verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Lyfju. Ljósmynd/Aðsend

Lyfja hefur lækkað verð á andlitsgrímum, en hægt verður að kaupa tíu andlitsgrímur á 550 krónur, eða 55 krónur stykkið.

Í fréttatilkynningu frá Lyfju kemur fram að fyrirtækið hafi náð samningum við BYD CARE, sem sé einn stærsti grímuframleiðandi í heimi. Hægt verður að kaupa grímurnar í öllum apótekum og útibúum Lyfju um land allt, auk netverslunar, eftir helgi.

Tilkynningin kemur í kjölfar könnunar sem gerð var af verðlagseftirliti ASÍ, en þar kom fram að verð á andlitsgrímum var með því hæsta í Lyfju, en þar var hægt að fá grímu á stykkjatali á 209 krónur.

Fram kemur í tilkynningunni að grímurnar séu í samræmi við þær reglur sem Heilbrigðisráðuneytið hefur birt, og séu miðaðar við staðalinn IIR.

„Við erum afar ánægð að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á gæða andlitsgrímur á góðu verði. Eins og nýbirt verðlagskönnun sýnir glöggt þá var innkaupsverð okkar frá innlendum birgjum margfalt útsöluverði hjá Costco. Við lögðum því mikla áherslu á að finna gæða grímur á góðu verði og þetta var niðurstaðan,“ er haft eftir Guðmundi Halldóri Björnssyni, verkefnastjóra viðskiptaþróunar hjá Lyfju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK