Fengu erlenda sérfræðinga til að meta Icelandair

Lífeyrissjóður verslunarmanna tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair.
Lífeyrissjóður verslunarmanna tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í greiningu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á því hvort þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair væri vænleg var meðal annars stuðst við rýnivinnu með flugfélagasérfræðingum hjá Bloomberg, haldnir fundir með stjórnendum Icelandair, sendar spurningar til félagsins og fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að rýna fjárfestingakostinn. Þá var einnig fenginn erlendur ráðgjafi til að rýna í umhverfisþætti félagslega þætti og stjórnunarhætti félagsins. Að lokum stillti sjóðurinn, í samstarfi við ráðgjafa sinn, upp verðmatslíkani til að meta vænta ávöxtun af fjárfestingunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum í kjölfar þess að hann tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair í síðustu viku. „Sjaldan hefur fjárfestingakostur sjóðsins verið rýndur með jafn ítarlegum hætti og hlutafjárútboð Icelandair,“ segir í tilkynningunni.

 Stjórn sjóðsins fundaði fjórum sinnum þar sem fjárfestingin var skoðuð og rædd. Niðurstaðan var að áhættan í fjárfestingunni væri mikil og vænt ávöxtun vægi ekki upp þá áhættu. Á þeim forsendum var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í útboðinu.

Lífeyrissjóðurinn var fyrir útboðið stærsti einstaki eigandi í Icelandair, en hlutur sjóðsins mun þynnast mikið í kjölfar þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK