Tesla opnar ofurhleðslu í Hrútafirði

Staðarskáli. Í næstu viku verða átta ofurhlöður Tesla teknar í …
Staðarskáli. Í næstu viku verða átta ofurhlöður Tesla teknar í notkun.

Rafbílaframleiðandinn Tesla mun í komandi viku opna nýja ofurhleðslustöð fyrir viðskiptavini sína við Staðarskála í Hrútafirði.

Afl hverrar hlöðu, sem eru átta talsins, er 250 kW en það er fimmfalt það sem fyrstu hraðhleðslustöðvarnar sem settar voru upp hér á landi gátu annað.

Þá eru þessar hlöður tæplega 70% aflmeiri en aðrar hlöður sem önnur fyrirtæki eru að setja upp hér á landi með stuðningi Orkusjóðs. Tesla fær ekki greiðslur úr ríkissjóði í uppbyggingarferilnu.

Ole Gudbrann Hempel, sem stýrir uppbyggingu ofurhleðslustöðvanna á Norðurlöndum, segir í ViðskiptaMogganum í dag að fyrirtækið stefni á uppbyggingu af þessu tagi á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, á Kirkjubæjarklaustri og svæðinu nærri Selfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK