Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir sameinast

Ferðaskrifstofurnar bjóða m.a. upp á sólarlandaferðir fyrir Íslendinga.
Ferðaskrifstofurnar bjóða m.a. upp á sólarlandaferðir fyrir Íslendinga. Ómar Óskarsson

Forsvarsmenn Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að Ferðaskrifstofa íslands kaupi rekstur Heimsferða. Ferðaskrifstofa Íslands rekur fyrir skrifstofurnar Úrval/Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Ferðaskrifstofu Íslands ehf. og Heimsferða.

Kaupverð verður greitt í með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og eru kaupin með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ferðaskrifstofurnar verða áfram reknar sem aðskildar einingar.

Stefnt er að gerð endanlegs kaupsamnings í næstu viku.

„Félögin hafa sérhæft sig í ferðum Íslendinga á sólarstrendur, auk borgarferða, golfferða, íþróttaferða og ýmissa annarra sérferða. 

Eins og kunnugt er hefur COVID 19 faraldurinn haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu.  . Það er ljóst að með fyrirhugaðri sameiningu næst fram hagræðing sem mun gera þessum fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi aftur eins fljótt og mögulegt er með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK