Stefnir í 6 milljarða hagnað á síðasta ársfjórðungi

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.

Hagnaður Arion banka á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stefnir í að verða 6 milljarðar króna samkvæmt drögum að uppgjöri bankans sem nú liggja fyrir. Samkvæmt þeim er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12% og umtalsvert umfram fyrirliggjandi spar greiningaraðila.

Til samanburðar var hagnaður Arion banka fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi, en samtals 6,7 milljarðar á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Verði hagnaðurinn því í samræmi við drögin stefnir í að hagnaður bankans á síðasta ári verði um 12,7 milljarðar.

2 milljarða neikvæð áhrif eigna til sölu - Kísilverið vegur þyngst

Í afkomuviðvörun til Kauphallarinnar kemur fram að afkoma áframhaldandi starfsemi nemi um 8 milljörðum og þróist með mjög jákvæðum hætti. Fjármunatekjur og tekjur af fjárfestingareignum nema 2,8 milljörðum, en á móti kemur neikvæð áhrif af eignum til sömu upp á ríflega 2 milljarða. Vegur þar þyngst niðurfærsla á eignum í Stakksbergi, en kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs.

Uppgjör ársfjórðungsins verður birt 10. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK