Ný lög um Isavia í samráðsgátt

Lögin ná til starfsemi og reksturs Isavia varðandi uppbyggingu og …
Lögin ná til starfsemi og reksturs Isavia varðandi uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð. mbl.is/Hallur Már

Drög að lagafrumvarpi sem nær til reksturs og lögbundnu þjónustuhlutverki Isavia hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Tekur frumvarpið til uppbyggingar og reksturs flugvalla og þjónustu við flugumferð, en Isavia sinnir þessu verkefni hér á landi.

Fram kemur í kynningu á drögunum að tilgangur frumvarpsins sé að setja ný heildstæð lög um þetta málefni. „Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks og er ætlað að draga fram verkefni stjórnvalda á þessu sviði með mun skýrari hætti en í óskýrum og dreifðum lagaákvæðum sem eru í gildi.“

Meginmarkmið nýju laganna er að flugvellir og þjónusta við flugumferð þjóni þörfum samfélagsins með skilvirkni, hagkvæmni og öryggi í fyrirrými í samræmi við stefnu stjórnvalda í samgöngumálum eins og hún birtist m.a. í flugstefnu og samgönguáætlun. Áfram verður gert ráð fyrir að Isavia annist að meginstefnu til þessi verkefni fyrir hönd ríkisins, en Isavia ohf. var stofnað árið 2010 með sameiningu Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Nýju lögin eiga að koma í stað fyrri laga og lagaákvæða á þessu sviði sem sögð eru úrelt. Er gert ráð fyrir að þrenn lög falli úr gildi taki nýju lögin gildi. Það eru lög um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarrekstur Flugmálastjórnar Íslands, lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Almennar kröfur til starfrækslu flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar og veitingu flugleiðsöguþjónustu munu áfram fara samkvæmt lögum um loftferðir, en tekið er fram að ný heildarlög um loftferðir eru einnig í undirbúningi og voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK