Vill heildarstefnu í íbúðamálum

Rúnar segir að lækka þurfi byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis í landinu.
Rúnar segir að lækka þurfi byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis í landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Árnason framkvæmdastjóri Megna, sem þar til fyrr í vikunni hét Glerborg, gagnrýnir stjórnvöld í landinu. Hann vill að þau gangi í takt og búi sér til heildarstefnu í íbúðamálum „ekki seinna en í gær“ eins og Rúnar orðar það. Hann segir að alltaf sé verið að tala um ódýrar íbúðir, en minna sé talað um að lækka þurfi byggingarkostnaðinn og aldrei talað um kröfurnar sem settar eru á byggingarverktakana. Hann segir að ætlast sé til að verktakar byggi ódýrar íbúðir, en svo fái þeir kannski úthlutaða lóð með 4.000 fermetra byggingarmagni en 40 íbúða hámarksfjölda. Það stuðli ekki að fleiri ódýrari íbúðum.

Spurður um áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn segir Rúnar að mikið hafi selst af gleri vegna endurnýjunar á gluggum síðasta sumar, enda hafi einstaklingar farið á fullt í margvíslega viðhaldsvinnu. Hikst hafi hins vegar komið í nýbyggingaráform á árinu.

Velta Megna árið 2020 var svipuð og árið á undan að sögn Rúnars. „Við erum búnir að fimmfalda veltuna á síðustu sjö árum.“

Rúnar kveðst bjartsýnn á framtíðina eftir að hafa aukið fókusinn á kjarnastarfsemina, með því að selja gler- og speglahluta félagsins til Íspan. „Við erum virkilega spennt fyrir því sem koma skal og hlökkum til að þróa vörurnar okkar áfram og þjónusta verktakageirann enn betur. Áskorunin er að vera með bestu vöruna á besta verðinu hjá Megna ehf. byggingarlausnum.“

Lestu ítarlegt viðtal við Rúnar í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK