Vill að lífeyrissjóður sinn fjárfesti á Grænlandi

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur gríðarleg tækifæri blasa við í …
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur gríðarleg tækifæri blasa við í auknum tengslum Íslands og Grænlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því á fundi hjá Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu í morgun að hann vilji að lífeyrissjóður sinn fjárfesti í orkuuppbyggingu á Grænlandi.

Áður hafði hann bent á að Grænland væri opið öllum til fjárfestinga.

„Af því að ég er pensjónisti þó að búið sé að draga mig fram úr hárri elli þá myndi ég vilja að lífeyrissjóðurinn minn fjárfesti í svona,“ sagði Össur, sem var skipaður formaður Grænlandsnefndar sem átti að greina samskipti landanna og gera tillögur um framtíðarsamskiptin á breyttum norðurslóðum.

Grænland.
Grænland. mbl.is/RAX

Rakið dæmi 

Hann sagði það rakið dæmi að fá Landsvirkjun Power til þess að vinna að orkuuppbyggingunni og sagði þetta dótturfélag Landsvirkjunar hafa verið stofnað til að afla fjármagns, reisa, reka og hafa eftirlit með virkjunum. Það hafi þegar gert það bæði í Georgíu og Karabíska hafinu og jafnvel í Noregi.

„Þeir hafa verið á Grænlandi líka en drottinn minn dýri ef menn eiga fyrirtæki eins og okkar, eins og Landsvirkjun Power er, hvers vegna þá ekki að gera þetta í túnjaðri okkar,“ sagði Össur og bætti við að ekki væri hægt að fá tryggari kaupendur en grænlenska ríkið.

Með þessu gætu Íslendingar og Grænlendingar náð loftslagsmarkmiðum saman, auk þess sem atvinna gæti skapast fyrir íslenskar verkfræðistofur og verktaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK