Eru ekki að selja í Alvogen

mbl.is/Kristinn Magnússon

CVC Capital Partners, sem er stærsti hluthafinn í lyfjafyrirtækinu Alvogen, er ekki að selja hlut sinn í fyrirtækinu líkt og fram kom í fréttum í morgun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fulltrúa CVC í stjórn Alvogen, Tomas Ekman. Greint var frá fyrirhugaðri sölu í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í morgun og vísaði mbl.is í fréttina. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Markaðar­ins eru viðræður um sölu langt komn­ar en CVC kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp Al­vo­gen árið 2015, þegar sjóður­inn, ásamt Tema­sek, leiddi hóp fjár­festa sem keypti sam­an­lagt um 69 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. 

Þetta hefur nú verið leiðrétt og segir Ekman að CVC sé ekki að selja hlut sinn í Alvogen og systurfélagi þess, Alvotech. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK