Segja höggvið að rekstri ÁTVR

Fyrir Alþingi liggur frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila smærri brugghúsum …
Fyrir Alþingi liggur frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila smærri brugghúsum að selja áfengi á framleiðslustað. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

ÁTVR gagnrýnir mjög ákveðið í 25 blaðsíðna umsögn frumvarp dómsmálaráðherra um að leyfa smærri brugghúsum að selja bjór beint af framleiðslustað. Í umsögn ÁTVR segir að „þrátt fyrir að fyrirliggjandi frumvarp láti e.t.v. lítið yfir sér við fyrstu sýn yrði höggvið stórt skarð í rótgróna einkasölu íslenska ríkisins á áfengi með því að heimila hér hagnaðardrifna smásölu áfengra drykkja. Með þeirri undanþágu sem frumvarpið gerir ráð fyrir myndu forsendur fyrir rekstri ÁTVR að öllum líkindum bresta,“ segir orðrétt í umsögninni.

Verði frumvarpið samþykkt yrði smærri brugghúsum, sem framleiða minna magn en 500.000 lítra af áfengi á ári, gert kleift að selja áfengt öl með allt að 12% styrkleika í smásölu beint frá býli. Ekki hefur verið talið að þessi breyting myndi hafa teljandi áhrif á áfengissölu ÁTVR en því er ÁTVR ósammála, sem heldur því fram að ef t.d. tuttugu brugghús myndu á einu ári selja allt að 500.000 lítra eigin framleiðslu í smásölu á grundvelli þessarar undanþágu, næmi heildarsala þeirra allt að tíu milljón áfengislítrum, sem samsvari hátt í helmingi allrar bjórsölu ÁTVR síðastliðið ár.

Í umsögn ÁTVR er líka m.a. bent á að Evrópuréttur setji ríkiseinkasölum strangar skorður sem gæta þurfi að. Líklegt sé að lagabreytingar um undanþágu frá einkarétti ríkisins til smásölu áfengis þyrfti að tilkynna til Eftirlitsstofnunar EFTA, „enda má ætla að opnun nýrrar leiðar til smásölu áfengis sem aðeins næði til innlendrar framleiðslu hefði neikvæð áhrif á frjálst vöruflæði og viðskipti milli aðildarríkja EES – því meiri eftir því sem umfang undanþágunnar frá einkasölunni væri“.

Fram kemur í umsögn Skattsins að alls var lagt áfengisgjald á 28 framleiðendur áfengs öls í fyrra og nam álagningin samtals um 5,2 milljörðum króna. Þar af hefðu 25 framleiðendur uppfyllt forsendur frumvarpsins um að vera undir tilgreindu 500 þúsund lítra framleiðslumagni. Hlutur þessara 25 framleiðenda í álagningu áfengisgjalds í fyrra var um 4% af heildarfjárhæð þess.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK