AwareGO samdi við matvælarisa

Íslenska netöryggisfyrirtækið AwareGO hefur samið við matvælarisann Mondelêz International.
Íslenska netöryggisfyrirtækið AwareGO hefur samið við matvælarisann Mondelêz International. Ljósmynd/AwareGO

Íslenska netöryggisfyrirtækið AwareGO hefur samið við matvörurisann Mondelêz International um netöryggisþjálfun starfsfólks hans um heim allan. Mondelêz framleiðir m.a. Toblerone, Oreo, Cadbury- og Milka-súkkulaði og er einn stærsti framleiðandi heims á sínu sviði með um 80 þúsund starfsmenn.

Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri AwareGO, stofnaði fyrirtækið árið 2007 ásamt Helgu Björgu Steinþórsdóttur. Ragnar segir lausnir AwareGO efla netöryggi fyrirtækja.

„Mesta áhættan við tölvukerfi er nú fólgin í mistökum starfsfólks en þau eiga hlut að máli í 90% af tölvuinnbrotum. Það er verið að plata fólk. Við framleiðum stuttar auglýsingar til að markaðssetja öryggismál innan fyrirtækja en þá eru meiri líkur á að starfsfólkið muni hvernig á að átta sig á hættunum þegar þar að kemur,“ segir Ragnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og útskýrir hvernig nálgun AwareGO hafi breyst með árunum. Fyrsti viðskiptavinurinn hafi verið auglýsingastofa í Bretlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK