Fokheld íbúð til sölu á 500 milljónir króna

Við Bryggjugötu. Mikið útsýni er yfir höfnina frá þessari horníbúð …
Við Bryggjugötu. Mikið útsýni er yfir höfnina frá þessari horníbúð semkostar hálfan milljarð. Neðar í húsinu er sýningaríbúð á 249 milljónir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fyrstu íbúarnir eru nú að koma sér fyrir á Austurhöfn við Hörpu og hafa selst íbúðir fyrir um milljarð króna í húsunum sex. Alls 71 íbúð er á Austurhöfn og kosta þær allt að hálfum milljarði króna.

Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir íbúa munu hafa þjónustufulltrúa sem verður þeim innan handar um ýmis verk.

Til viðbótar sé hægt að kaupa enn meiri þjónustu frá fyrirtækinu ERT Concierge, til dæmis við ferðaleiðsögn og veisluhöld. Ofan á það geti íbúar fengið þjónustu Reykjavík Edition-lúxushótelsins á sérkjörum en það verður opnað í sumar. Þá til dæmis fengið leigðan kokk, fengið sendan morgunverð og látið sjá um þrif en íbúarnir munu hafa aðgang að hótelstjóra.

Spurður um markhópinn fyrir íbúðir sem kosta hundruð milljóna segir Gunnar horft til innlendra og erlendra kaupenda. „Það er ljóst, ef horft er í skattframtöl, að fjölmargir Íslendingar hafa efni á að eiga svona íbúðir,“ segir Gunnar en ítarlega er rætt við hann um verkefnið í ViðskiptaMogganum íi dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK