Vörur Nestlé uppfylla ekki heilsufarsleg skilyrði

37% af matar- og drykkjarvörum Nestlé, að frátöldum gæludýrafóðrum, fá …
37% af matar- og drykkjarvörum Nestlé, að frátöldum gæludýrafóðrum, fá einkunn yfir 3,5 í stigakerfi Ástralíu. DENIS BALIBOUSE

Samkvæmt innanhússskjölum frá fyrirtækinu Nestlé, stærsta matvælafyrirtæki heims, uppfylla meira en 60 prósent af almennum matvælum og drykkjarvörum þeirra ekki „viðurkennda skilgreiningu á heilbrigðum matvælum“ og margar af vörum „munu aldrei uppfylla þessi skilyrði, sama hversu mikið og oft þær yrðu endurbættar.“

Þetta kemur fram í frétt frá Financial Times, en um er að ræða kynningu sem dreift var meðal æðstu stjórnenda Nestlé snemma á þessu ári þar sem fram kom að 37% af matar- og drykkjarvörum Nestlé, að frátöldu gæludýrafóðri, fái einkunn yfir 3,5 í stigakerfi Ástralíu. Það kerfi er notað í rannsóknum af alþjóðlegum stofnunum eins og „Access to Nutrition Foundation“ og er hæsta mögulega stigagjöfin fimm stig.

Nestlé framleiðir meðal annars KitKat, Maggi núðlur og Nescafe.
Nestlé framleiðir meðal annars KitKat, Maggi núðlur og Nescafe. AFP

Nestlé, sem framleiðir meðal annars KitKat, Maggi núðlur og Nescafe, lýsir því yfir að þessi 3,5 stig sem fyrirtækið hlaut sé „viðurkennd skilgreining á heilbrigðum matvælum.“ Marion Nestle, gestaprófessor í næringarfræði við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum, sem jafnframt hefur engin tengsl við fyrirtækið þrátt fyrir eftirnafn síns, sagði að matvælafyrirtækið Nestlé og keppinautar þess munu eiga erfitt með að gera vörurnar heilbrigðari á heildina litið.

„Verkefni matvælafyrirtækja er að búa til peninga fyrir hluthafa og þá í eins miklu magni og mögulegt er. Þeir ætla að selja vörur sem ná til fjölda hóps og eru keyptar af sem flestum, það sem fólk vill oftast kaupa er ruslfæði,“ sagði hún í samtali við blaðamann Financial Times. „Nestlé er mjög snjallt fyrirtæki, vísindamenn þeirra hafa verið að vinna í mörg ár að því hvernig hægt sé að draga úr salt- og sykurinnihaldi á þeirra vörum, án þess að breyta bragðprófílnum og ég giska á að það sé erfitt að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK