Myndlyklar verði í notkun í áratug

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. mbl.is/RAX

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir myndlykla munu verða í notkun næstu tíu árin. Þeir muni ekki hverfa í einni lotu heldur muni notkunin minnka smátt og smátt.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Síminn hefði tilkynnt að myndlykill væri orðinn valkvæður og að app frá Sjónvarpi Símans væri orðið nothæft í flestum snjalltækjum.

Af þessu tilefni var Heiðar spurður út í stöðuna hjá Vodafone.

„Við höfum boðið upp á app í mörg ár og erum að þróa það og þannig stöðugt að bæta afhendinguna til viðskiptavina. Og þeir eru að horfa á efnið okkar á sífellt fleiri vegu í gegnum tölvu, snjallsíma og snjallsjónvörp og auðvitað er þetta tækifæri fyrir okkur til að koma efninu enn víðar,“ segir Heiðar.

mbl.is/Hari

Nálgast efnið á nýjan hátt

Spurður hvort myndlykillinn sé á útleið hjá Vodafone nefnir Heiðar útvarpið til samanburðar.

„Meirihluti útvarpshlustunar er ekki lengur í gegnum hefðbundin útvörp, heldur forrit. Auðvitað breytist þetta eins og annað. Ég ætla ekki að spá um það en það tekur að minnsta kosti áratug að skipta út svona kerfi [myndlykla]. Þetta er mjög víða og það eru ekki allir það tæknivæddir að þeir séu með nýjustu sjónvörpin sem geta tekið við útsendingum fram hjá myndlykli.“

Útsending í gegnum loftið

Heiðar bendir svo á að enn séu í notkun um tíu þúsund myndlyklar á Íslandi sem taka við sjónvarpsútsendingu í gegnum loftið. Engin gagnvirkni sé í slíkum myndlyklum og því ekki hægt að velja dagskrárliði. Útsendingin sé línuleg.

Með þessu móti sé Sýn, ólíkt Símanum Sport, með 100% afhendingu á sjónvarpsefni. M.a. verði Evrópumótið í knattspyrnu öllum aðgengilegt gegn gjaldi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK